top of page
September Buxur

September Buxur

800krPrice

SEPTEMBER BUXUR

 

Sokkabuxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, fyrst í hring og síðan er hvor skálmin prjónuð fyrir sig í hring. Stuttar umferðir eru gerðar að aftan til að móta fyrir rass (og bleyju). Munstur er prjónað í hliðunum eftir teikningu niður eftir skálminni og að sokk. Hægt er að velja um hvort buxurnar séu prjónaðar með eða án sokks

 

Stærð: 0-3.mánaða (3-6.mánaða) 6-9.mánaða (9-12mánaða)
Prjónar: 2,5mm og 3mm hringprjóna 40cm, 3mm sokkaprjóna
Garn: Jord Clothing Woolly light eða Knitting for olive cotton merinoull 
Garnmagn: ca. 50gr (100gr) 100gr, 100gr
Prjónfesta: 28lykkjur = 10cm í sléttu prjóni á 3mm prjóna.

 

Mál á buxum
Mittismál: 42cm (46cm) 51cm (54cm)
Skálmalengd: 19cm (23cm) 27cm (33cm)

 

    bottom of page