Fríður Kápa
Stærð: 1-2.ára (3-4.ára) 5-6.ára (7-8.ára)
Garn: Woolly frá Jord Clothing. Garn fæst í netverslun www.frostknit.is
Prjónar: 3,5 mm og 4 mm hringprjóna og sokkaprjóna.
Prjónfesta: 22L=10cm í sléttu prjóni á 4mm prjóna
Garnmagn: ca. 350(400)450(500) g (ATH yfirfara eftir prufuprjón)
Mál
Sídd: 23(28)30(33) cm mælt frá handvegi
Ermalengd: 22(27)29(32) cm
Annað: ca. 150cm langur satín borði sem er ca. 2-2,5cm breiður,
3(4)4(5) hnappa eða tölur eftir smekk.
Kápan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Munstur er prjónað eftir teikningu í berustykki og útaukning er gerð eftir að munstri er lokið í berustykki þannig rykking myndast og vítt kjólasnið kemur á kápuna. Listar eru síðan prjónaðir í lokin.
Kápan er hugsuð sem yfirhöfn og sniðið eftir því.