Fluffy Fjöður Peysa
Peysan er prjónuð neðan frá og upp, fram og tilbaka. Bolurinn prjónaður með garðaprjóni ásamt munstri sitt hvoru megin við listana að framan. Munstur er prjónað eftir útskýringu hér að neðan ásamt kennsluvideoi. Ermar eru prjónaðar fram og tilbaka með garðaprjóni og saumaðar saman í lokin.
Stærð: 0-3.mánaða (3-6.mánaða) 1.árs (2.ára) 4.ára (6.ára) 8.ára
Prjónar: 4,5mm og 5mm Hringprjónn (80cm), einn kaðlaprjónn
Garn: Fluffy frá Jord clothing. Garnið fæst í netverslun www.frostknit.is
Garnmagn: 100 (100) 100 (150) 200 (200) 250 grömm
Prjónfesta: 16 lykkjur garðaprjón = 10cm á 5mm prjóna
Mál á peysu
Ummál: ca. 52 (55) 58 (64) 67 (72) 77 cm
Sídd: ca. 14 (16) 17 (21) 24 (28) 30 cm mælt frá handvegi
Ermalengd: ca. 15 (17) 19 (24) 26 (28) 30 cm mælt frá handvegi
Annað: Tölur 5 (5) 5 (6) 6 (7) 8