top of page
Febrúar krakkapeysa

Febrúar krakkapeysa

600krPrice

Peysan er prjónuð ofanfrá og niður. Peysan er öll prjónið með sléttu prjóni með munstruðu berustykki sem prjónað er eftir teikningu, þegar berustykki er lokið er peysunni „snúið við“ þannig að rangan á munstursbekk snúi fram. Gott er því að hafa í huga að vanda vel litaskiptingar í munstri.

 

Stærðir: 1-2ára (2-3ára) 3-4ára (4-5ára) 5-6ára (6-7ára) 7-8ára

 

Ummál: ca. 60 (62) 64 (66) 68 (70) 72 cm
Lengd: ca. 22 (24) 26 (28) 30 (32) 33 cm
Ermalengd: ca. 21 (23) 25 (27) 29 (31) 33 cm

 

Prjónfesta: 20lykkjur x 28 umferðir í sléttu prjóni með 4mm prjónum gera 10x10cm
Garn: Drops merino extra fine eða Sandnes merinoull.
Garnmagn: (Litanúmer gefin upp í Drops merino extra fine) 200 (200) 200 (200) 250 (250) 300 gr í aðallit (Brúngrár nr.06), 50g (Hvítur nr. 01), 50g (Súkkulaðibrúnn nr. 49), 50g (Dökkgrár nr.03), 50 (Ljósbrúnn nr.07)

Prjónar: 4mm hringprjónn (40cm og 60cm) og 4mm sokkaprjónar

    bottom of page