Elísabet Eyrnaband
600krPrice
Stærð: 1-3 ára (4-6 ára) 7-9 ára
Garn: Woolly frá Jord Clothing, garnið fæst í vefverslun www.frostknit.com
Prjónar: 4mm hringprjónn (30cm) og 4mm heklunál
Prjónfesta: 22L=10cm í munstri (snúin slétt og snúin brugðin lykkja)
Garnmagn: 50g allar stærðir
Mál
Ummál höfuðs: ca. 42-46 (47-50) 51-54 cm
Ummál eyrnabands: ca. 40 (45) 50 cm
*ATH - höfuðmál barna eru misjöfn og mæli ég því með að mæla höfuðmál barnsins og velja svo stærð samkvæmt því
Eyrnabandið er prjónað í hring eftir munstursteikningu og með sléttum og brugðnum lykkjum sem prjónaðar eru snúnar. Tindarnir eru heklaðir í lokinn á hvern topp fyrir sig. Útskýringar og myndbönd af tæknilegum atriðum eru að finna í uppskriftinni.